E21 ehf

Media ehf hefur tekið yfir rekstur á dótturfélagi sínu E21 ehf og rekur það nú sem deild í Media ehf. Með þessu móti nýtist betur mannskapur og aðstaða. Það er helst að frétta að varan er nú í prófunum hér heima og á næstu dögum einnig í Danmörku þar sem varan verður prófuð í samvinnu við velferðasvið Kaupmannahafnar, Falck A/S og Philips auk aðila frá Vekshuset og Alexandra Instituttet A/S.