Nýjung - hreinsibúnaður fyrir laserskera

1.9.2019
Borgarholtsskóli hefur fengið Epilog Laser og hreinsibúnað sem gerir mögulegt að fara með laserinn hvert sem er og nota í kennslu. Ekki þarf að gera göt á veggi eða glugga og setja upp útsogs dælur.
Einnig fékk skólinn Roland BN20 hágæða prentara og fólíuskera.
Við óskum skólanum til hamingju með búnaðinn.

Hjálpar og öryggishnappar

Eigum á lager hjálpar og öryggishnappa tengda miðstöð sem vaktar alla hnappa, erum með kortagrunn sem sýnir staðsetningu allra hnappa. Hver hnappur er með GPS og GSM síma og hægt er að hringja í hnappinn venjulegt símtal. Sérlega heppilegt fyrir starfsmenn sem vinna við hættulegar aðstæður, börn og eldriborgara sem þurfa að fá aðstoð fljótt.
Hafið samband og fáið kynningu. eða sendið póst á media@media.is
Hagstætt verð 19.500 kr með vsk og svo svo mánaðargjald fyrir sim kort og vaktþjónustu, 3.100 á mánuði.

STAÐSETNINGARBÚNAÐUR

Media ehf er með allan búnað til að staðsetja bíla, báta, kerrur, fólk, börn og gæludyr. Við erum með sérsniðin kort sem sýna staðsetningu tækja eða t.d. ferðafólks. Rekum fullkomið vöktunarkerfi og látum eigendur vita ef tæki færast úr stað. Komið í Hátún 12 og kynnið ykkur úrvalið.
Samstarfsfélag okkar er Minifinder í Svíþjóð sem framleiðir úrval lausna sem byggja á GPS staðsetningarkerfi.

Ný fræsivél frá Roland DE-3

Reykjavík 30 jan 2019
Í dag kom á markað ný fræsivél frá Roland, DE-3 sem er ætluð í margvísleg verkefni fyrir skiltagerðir, hönnuði og skóla. Þessi vél er arftaki hinnar vinsælu EGX-350 vélar, verð frá 820 þúsund með hugbúnaði + vsk.

Staðsetningartæki fyrir fjölbreytt not!

Media ehf hefur nú samið við Sænska fyrirtækið Minifinder um sölu og þjónustu á staðsetningarbúnaði fyrir fólk og muni. Einnig hefur Media þróað hugbúnað og app til að gera notkun á þessum búnaði sérlega auðvelda.
Við bjóðum nú lausn fyrir aldraða, börn, útivistarfólk, ferðamenn, björgunarsveitir, lögreglu og bílaeigur.

Pages